Starfsemi Ásatrúarfélagsins

Tilgangur félagsins er að starfa að eflingu Ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara.  Þessu markmiði hyggst félagið ná með fræðslu- og trúarstarfi.  Það er þó ekki neitt markmið í sjálfu sér að félagatalan hækki.  Þvert á móti segir í reglum félagsins að trúboð sé óþarft (óþurftarverk).
Samkvæmt reglum félagsins skulu fjögur höfuðblót haldin árlega og fylgja þau fornu missera- og vikutali. Hið fyrsta skal haldið um jafndægur að hausti, annað á jólum um vetrarsólhvörf, hið þriðja á Sumardaginn fyrsta og hið fjórða á Þórsdegi í tíundu viku sumars um sumarsólstöður á Þingvöllum.
Ásatrúarfélagið gefur út fréttabréf sem sent er félagsmönnum.  Fréttabréfið, sem heitir Vor siður, er gefið út fyrst og fremst til að koma skilaboðum til félagsmanna, en einnig skiptast menn þar á skoðunum og birtur einhver fróðleikur.
Nokkuð er um hjónavígslur sem allsherjargoði framkvæmir.  Í flestum tilfellum kemur fólk erlendis frá til þess að láta gefa sig saman.  


asatru@saga.is