Siðareglur Ásatrúarfélagsins

1. grein
Ásatrú er nafn vors siðar en eigi er átrúnaður bundin við Æsi eina.
2. grein
Heimilt er að viðurkenna fleiri guði, einnig landvættir og aðrar máttkar verur.
3. grein
Hver maður ber ábyrgð á sjálfum sér og öllum gerðum sínum.
4. grein
Eigi má vanvirða heilög goð eða annað það sem heilagt er.
5. grein
Heimilt er að helga goðunum líkneskjur og önnur tákn en ekki er skylda hvers og eins að tilbiðja þær.
6. grein
Allir þeir sem telja sig Ásatrúar geta gengið í félagið með skráningu í þjóðskrá.
7. grein
Ásatrúarmenn iðka trú sína á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar, meðan ekki brýtur í bága við landslög og allsherjarreglu..
8. grein
Siðareglur Ásatrúarmanna er einkum að finna í Hávamálum. Í trúarlegum efnum höfum við aðallega hliðsjón af Eddum, sem heild.
9. grein
Heimilt er og sjálfsagt að fræða aðra um Ásatrúarfélagið og heiðinn sið en skipulagt trúboð er óþarft.
10. grein
Ásatrúarmenn skulu jafnan leitast við að vera samkvæmir sjálfum sér.
11. grein
Vor siður byggir á umburðarlyndi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir jörðinni og öllu lífi.
12. grein
Ásatrúarmenn sameinast um að hefja til vegs fornan sið og forn menningarverðmæti.


asatru@saga.is